Innlent

Óvíst um fordæmisgildi dómsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þór Hauksson er sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson er sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var ekki búinn að fá dóm Hæstaréttar í hendur þegar Vísir náði tali af honum í dag. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, gat lítið sagt um það hvaða þýðingu dómurinn myndi hafa fyrir embætti sérstaks saksóknara. „Við þurfum að fara yfir forsendur dómsins þegar við erum komin með puttan í það og lesa hvaða fordæmisgildi hann hefur," sagði Ólafur.

Þrír voru ákærðir í Exeter-málinu, en auk Jóns Þorsteins og Ragnars, var Styrmir Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka ákærður. Máli hans var vísað aftur í Héraðsdóm.

Þremenningarnir voru allir sýknaðir af ákærum í Héraðsdómi þegar dómur var kveðinn upp þar.


Tengdar fréttir

Fjögurra og hálfs árs fangelsi í Exeter-málinu

Jón Þorsteinn Jónsson og Ragnar Z. Guðjónsson voru dæmdir í fjögurra og hálf sárs fangelsi í Hæstarétti í dag vegna Exeter málsins. Mál Styrmis var sent aftur í hérað. Héraðsdómur hafði sýknað alla mennina af ákærum en sérstakur saksóknari vísaði því frá.

Dómur í Exeter kveðinn upp í dag

Dómur verður kveðinn upp í Exetermálinu svokallaða í dag. Um er að ræða fyrsta málið sem sérstakur saksóknari ákærði í. Í málinu voru þeir Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs, Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Styrmir Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, sakaðir um umboðssvik.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×