FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 16:30

KR-liđiđ hefur unniđ fyrsta leikinn í tíu seríum í röđ

SPORT

Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snćfelli vegna skíđaferđar

 
Körfubolti
17:19 24. FEBRÚAR 2017
Ívar og félagar hans berjast fyrir lífi sínu í Domino's deildinni.
Ívar og félagar hans berjast fyrir lífi sínu í Domino's deildinni. VÍSIR/ANTON
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku.

Ívar á pantaða skíðaferð á sama tíma og þessi mikilvægi leikur fer fram. Haukar eru í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 12 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Snæfell er á botni deildarinnar án stiga.

Í samtali við Vísi vildi Ívar ekki staðfesta hvort hann færi í skíðaferðina eða ekki. Þau mál væru til skoðunar.

„Það kemur í ljós. Við erum bara að ræða þessi mál. Það er ekkert hægt að staðfesta. Þetta var ferð sem var keypt í sumar, plönuð miklu fyrr og við erum bara að skoða þetta,“ sagði Ívar við Vísi.

Haukar hafa tapað þremur leikjum í röð í Domino's deildinni en silfurliðið frá því í fyrra hefur átt erfitt uppdráttar í vetur.

Auk Snæfells eiga Haukar eftir að mæta Stjörnunni á útivelli og Tindastóli á heimavelli.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snćfelli vegna skíđaferđar
Fara efst