Körfubolti

Óvíst hvenær Irving snýr aftur á völlinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers.
Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers. Vísir/Getty
Óvíst er hvort Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers, leiki með liðinu fyrstu mánuði tímabilsins en hann er enn að ná sér eftir hnémeiðsli sem hann varð fyrir í úrslitaleik NBA-deildarinnar á síðasta tímabili.

Irving sem er einn af stjörnuleikmönnum deildarinnar lék þrátt fyrir meiðsli í úrslitaleik NBA-deildarinnar þegar Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mættust.

Irving fór meiddur af velli í framlengingu í fyrsta leik liðanna en hann lék ekki meir í úrslitaseríunni sem Golden State sigraði.

Kom brak í vinstri hnéskelina á Irving en blaðamaður í Cleveland greindi frá því í gær að hann myndi líklegast hvíla út árið og færi af stað á ný í janúar.

Var talið að hann yrði frá í 3-4 mánuði eftir uppskurðinn í júní en félagið vonast til þess að hann verði heill heilsu fyrir úrslitakeppnina næsta vor.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×