Innlent

Óvissustigi lýst yfir á sunnanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu

Birgir Olgeirsson skrifar
Ekki er talin hætta í byggð á sunnanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu.
Ekki er talin hætta í byggð á sunnanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu.
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á sunnanverðum Vestfjörðum. Nú er austan stormur á svæðinu og snjókoma. Spáð er áframhaldandi stormi og að það bæti í snjókomu í kvöld. Ekki er talin hætta í byggð eins og er, en fylgst verður með aðstæðum. Reiknað er með því að veðrið gangi niður annað kvöld.

Óstöðuleiki hefur verið í snjóþekju á Norðanverðum Vestfjörðum og féllu nokkur snjóflóð á svæðinu á mánudag og þriðjudag. Veðurspá gerir ráð fyrir töluverðri snjókomu á fimmtudag og föstudag í sterkum austlægum eða norðaustlægum áttum. Búast má við að þá geti snjóflóðahætta aukist hratt til fjalla.

Á utanverðum Tröllaskaga var óstöðugleiki í snjóþekjunni fyrripart vikunnar sem hefur verið að styrkjast. Á mánudag skóf í NA áttum en á miðvikudag í suðlægum áttum, því má víða sjá vindfleka. Veðurspá gerir ráð fyrir snjókomu og sterkum austlægum vindi á fimmtudag og föstudag. Búast má við að snjóflóðahætta aukist hratt til fjalla við þær aðstæður á því svæði.

Á Austfjörðum er snjór er talin að mestu stöðugur. Þó er vindfleki í suður og vestur hlíðum sem ber að varast. Spáð er mikilli úrkomu á fimmtudag og fram til föstudags. Rigning verður um tíma á láglendi en snjókoma til fjalla. Búast má við að snjóflóðahætta aukist hratt með þessari úrkomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×