Innlent

Óvissustigi aflétt vegna jarðhræringa í Bárðarbungu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Elgosið í Holuhrainu er mesta hraungos sem orðið hefur á Íslandi í 230 ár.
Elgosið í Holuhrainu er mesta hraungos sem orðið hefur á Íslandi í 230 ár. Vísir/Valli
Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra í samráði við vísindamenn hafa ákveðið að aflýsa óvissustigi vegna jarðhræringa í Bárðarbungu.

Atburðarrásin í Bárðarbungu hófst 16. ágúst 2014 þegar lýst var yfir óvissustigi vegna jarðhræringa undir Vatnajökli.

Í kjölfarið hófst eldgos í Holuhraun sem stóð í sex mánuði. Hraunið sem kom upp í gosinu þekur 85 ferkílómetra lands. Mikið magn af brennisteinsdíoxíð gasi kom upp í gosinu og varð fólki til óþæginda víða um land. Elgosið í Holuhrauni er mesta hraungos sem orðið hefur á Íslandi í 230 ár.

Eldgosið bauð upp á mikið sjónarspil eins og sjá má meðfylgjandi myndbandi sem Jón Stefánsson hjá ArtioFilms tók fyrir tæpu ári síðan.


Tengdar fréttir

Eldgos í og við Vatnajökul kalla á breytingar

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt til breytingar á stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins til að mæta breytingum í kjölfar eldgosa í og við Vatnajökul. Stjórnin leggur til að lagning nýrra vega og gönguleiða í kjölfar eldsumbrota eða annarra hamfara verði heimiluð, en ljóst er að þegar aðstæður við gosstöðvarnar verða tryggari og umferð verður heimiluð mun ásókn ferðafólks verða mikil.

Einn stærsti heiti pottur í heimi

Risavaxinn pottur í Holuhrauni dregur að sér ferðamenn sem vilja baða sig í heitu jökulvatninu sem rennur undan hraunjaðrinum. Þeir þurfa þó að varast hitasveiflur í vatninu sem hefur farið upp í 50 gráður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×