LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ NÝJAST 23:36

Framherjar KR: Meira en ţúsund mínútur án marks í sumar

SPORT

Óvissustigi aflétt á sunnanverđum Vestfjörđum

 
Innlent
09:28 06. FEBRÚAR 2016
Nokkur snjóflóđ hafa falliđ í veđrinu sem gengiđ hefur yfir landiđ ađ undanförnu.
Nokkur snjóflóđ hafa falliđ í veđrinu sem gengiđ hefur yfir landiđ ađ undanförnu. VÍSIR/VILHELM

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflétta óvissustigi vegna snjóflóðahættu á sunnanverðum Vestfjörðum.

Ferðafólk til fjalla ætti að fara varlega og gera ráð fyrir því að snjórinn verði óstöðugur eitthvað áfram.

Á vef veðurstofunnar segir að í óvissustigi felist aukinn viðbúnaður snjóflóðavaktar Veðurstofunnar og snjóathugunarmanna ásamt samráði við lögreglu og almannavarnir í héraði vegna snjóflóðahættu sem upp kann að koma í byggð. Óvissustig felur ekki í sér yfirvofandi snjóflóðahættu í byggðinni heldur einungis að hætta geti skapast. 

Veðurstofan ákvað í gærkvöldi að aflétta óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og hættustigi á Patreksfirði og tók þá óvissustig við.

Mikið hefur snjóað til fjalla víða um land í austan og norðaustan stormi undanfarna daga. Veður er nú gengið niður víðast hvar. Vitað er um þó nokkur snjóflóð sem féllu í veðrinu í flestum landshlutum.


Veđurstofa Íslands hefur ákveđiđ ađ aflétta óvissutigi vegna snjóflóđahćttu á sunnanverđum Vestfjörđum.Ferđafólk til...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Saturday, 6 February 2016
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Óvissustigi aflétt á sunnanverđum Vestfjörđum
Fara efst