Fótbolti

Óvissa um Joe Hart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, sagði eftir tapleik liðsins gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær að ómögulegt væri að segja hversu lengi markvörðurinn Joe Hart verður frá.

Hart meiddist aftan í læri í leiknum og þurfti að fara af velli undir lok leiksins. Argentínumaðurinn Willy Caballero leysti hann af hólmi.

Sjá einnig: Juventus tyllti sér á toppinn

„Vonandi missum við hann ekki en ef hann nær ekki að spila næsta leik þá verð ég að treysta á Willy Caballero,“ sagði Pellegrini.

City missti toppsæti D-riðilsins til Juventus með tapinu í gær en bæði lið eru komin áfram í 16-liða úrslitin. City verður nú að treysta á að Juventus misstígi sig gegn Sevilla í lokaumferðinni til að vinna riðilinn. Juventus spilar þá við Gladbach.

„Við vorum óheppnir að tapa leiknum,“ sagði Pellegrini um 1-0 sigur Juventus í gær. „Þeir skoruðu mark en það átti ekki að standa. Það var brotið áður en Mandzukic skoraði en dómarinn dæmdi ekkert. Við fengum hins vegar okkar færi en náðum ekki að nýta þau.“


Tengdar fréttir

Juventus tyllti sér á toppinn

Ítalíumeistarar Juventus báru sigurorð af Manchester City, 1-0, á heimavelli sínum í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×