Enski boltinn

Óvissa um framtíð tólf varnarmanna á Anfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fær Martin Skrtel nýjan samning?
Fær Martin Skrtel nýjan samning? Vísir/Getty
Fullt af varnarmönnum gætu verið á leið frá Liverpool ef marka má samantekt The Telegraph í dag en þar er fjallað um hugsanlegar hreinsanir knattspyrnustjórans Brendan Rodgers næsta sumar.

Varnarleikur Liverpool-liðsins hefur verið harðlega gagnrýndur síðustu ár og ekki að ástæðulausu. Í fyrra voru sóknarmenn liðsins í miklu stuði og því unnust margir leikir þrátt fyrir leka vörn en í ár hefur gengið illa fyrir framan mark andsæðinganna á sama tíma og liðið er enn að fá á sig mikið af mörkum.

Brendan Rodgers þarf því nauðsynlega að laga varnarleik liðsins og ein leiðin væri hreinlega að finna nýja fjögurra manna línu.  Það má allavega búast við talsverðum breytingum á leikmannahópnum þegar kemur að mönnum sem spila aftarlega á vellinum.

Kolo Touré, Glen Johnson og Jon Flanagan eru allir að renna út á samningi í sumar og gætu því farið frítt frá félaginu. Sömu sögu má segja af Brad Jones sem er búinn að slá Simon Mignolet út úr markmannsstöðunni.

Martin Skrtel hefur verið fastamaður í Liverpool-vörninni en samningur hans rennur út eftir 18 mánuði og það hefur ekkert verið talað um framlengingu ennþá.

Mamadou Sakho og Jose Enrique fá varla að spila nema ef leikbönn eða meiðsli herja á liðið og þeir eru líklegir til að yfirgefa félagið.

Sebastian Coates, Andre Wisdom og Tiago Ilori eru allir á láni hjá öðrum félögum og þá er Javier Manquillo á tveggja ára láni frá Atletico Madrid.



Varnarmenn með óvissa framtíð á Anfield:

Samningur rennur út sumarið 2015: Kolo Touré, Glen Johnson, Jon Flanagan og Brad Jones (markvörður)

Samningur rennur út sumarið 2016: Martin Skrtel

Hafa ekki staðið sig: Simon Mignolet (markvörður), Mamadou Sakho, Jose Enrique

Eru í láni: Sebastian Coates (Sunderland), Andre Wisdom (West Brom), Tiago Ilori (Bordeaux)

Í láni á Anfield: Javier Manquillo




Fleiri fréttir

Sjá meira


×