Enski boltinn

Óvinir mætast á Trafford | Heiðurinn og allt annað undir

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/getty
Það er sannkallaður ofursunnudagur í enska boltanum í dag en Everton fær Manchester City í heimsókn á Goodison Park og síðan er komið að stórleik helgarinnar, leiknum sem allir bíða alltaf eftir.

Manchester United tekur á móti Liverpool á Old Trafford klukkan 16:00. Þetta er í 50. skipti sem liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni en United hefur unnið 27 sinnum, Liverpool 13 skipti.

Í þessum slag hafa komið 16 rauð spjöld og er ávallt gríðarlega mikið undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×