Innlent

Óveður og vond færð

Ófærð er nú víða á hliðargötum.
Ófærð er nú víða á hliðargötum. þröstur njálsson
Hvassviðri úr suðvestri hefur verið á suðvesturhorni landsins í nótt með éljaganngi og hefur vindur víða mælst um og yfir 20 metrar á sekúndu.

Víðast hvar er hálka á þessum slóðum og sumstaðar skafrenningur en úrkoman var minni en búist var við þannig að víðast hvar er fært þótt ferðaveður sé ekki gott. Sáralíitl umferð var á suðvesturlandi í nótt, samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar og er ekki vitað um óhöpp eða slys. Vindinn á að lægja þegar líður á daginn.

Fréttastofa hefur haft spurnir af átta manns sem fastir voru í nótt á Öxnadalsheiði en björgunarsveit fór til að bjarga þeim. Höfðu þeir verið varaðir við að vera á ferð en höfðu ferðalangar þau tilmæli að engu.

Þá eru tafir á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna mikils hvassviðris. Verður athugað með flug klukkan átta.

Lögreglan beinir eindregið þeim tilmælum til ökumanna að þeir fari varlega og sýni tillitssemi. Búast má við gangandi vegfarendum víða á götum, vegna erfiðrar færðar á gangstéttum. Þá er víða ófært á hliðargötum og er mikilvægt að fólk sýni þolinmæði meðan mokstur fer fram. Starfsmenn borgarinnar hófu mokstur á helstu aksturæðum Reykjavíkurborgar um klukkan 04:30, eða áður en strætisvagna fóru að ganga.

Vísir mun fylgjast grannt með færð og veðri og uppfæra upplýsingar eftir því sem þær berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×