Körfubolti

Óvænt tap Unicaja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Arnór í baráttunni.
Jón Arnór í baráttunni. Vísir/Getty
Jón Arnór Stefánsson og félagar í Unicaja Malaga töpuðu gegn Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í dag, 82-76.

Leikurinn var virkilega jafn og spennandi fram í fjórða leikhlutann. Staðan var til að mynda 31-34 Unicaja í vil í hálfleik.

Liðið beið svo afhroð í síðasta leikhlutanum, en Unicaja tapaði honum með fimmtán stiga mun; 32-17. Lokatölur 82-76, Zaragoza í vil.

Jón Arnór skoraði tólf stig fyrir Unicaja á þeim tæpum fimmtán mínútum sem hann spilaði. Að auki tók Jón tvö fráköst.

Unicaja er í öðru sæti deildarinnar með 12 stig, en þetta var einungis annar tapleikur liðsins í tólf leikjum í deildinni. Zaragoza er í sjöunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×