Innlent

Óumhverfisvænar útihátíðir

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mikið rusl verður eftir á víðavangi eftir útihátíðir.
Mikið rusl verður eftir á víðavangi eftir útihátíðir. Fréttablaðið/pjetur
Ungir umhverfissinnar birtu áskorun á 31 útihátíð á Íslandi á heimasíðu sinni á þriðjudaginn. Áskorunin snýr að neikvæðum umhverfisáhrifum hátíðanna.

„Umhverfisáhrif útihátíða eru að miklu leyti á ábyrgð þeirra sem halda hátíðina en tiltölulega auðvelt er að breyta til batnaðar og gera betur ár hvert,“ segir í áskoruninni.

Skorað er á aðstandendur útihátíða að flokka rusl, hvetja fólk til umhverfisvæns samgöngumáta og koma í veg fyrir ruslfok. „Þá er einnig mikilvægt að hafa stubbahús á sem flestum stöðum,“ segir í áskoruninni.

„Brýn nauðsyn er að skoða allar leiðir sem gætu leitt til breytinga til batnaðar er varða þessi mál. Útihátíðir á Íslandi eru margar hverjar langt frá því að vera umhverfisvænar en tiltölulega vandalítið er að gera betur og bæta okkur,“ segir enn fremur í áskoruninni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×