Erlent

Óttast um afdrif hundruð þúsunda

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá hluta flóttamannabúðanna við landamæri Tyrklands þar sem íbúar Aleppo hafa flúið.
Hér má sjá hluta flóttamannabúðanna við landamæri Tyrklands þar sem íbúar Aleppo hafa flúið. Vísir/EPA
Sameinuðu þjóðirnar segja að hundruð þúsunda manna geti búist við að missa aðgengi sitt að matvælum. Það gæti gerst í Aleppo í Sýrlandi ef stjórnarherinn umkringi borgina. SÞ vara við auknu flæði flóttafólks frá Sýrlandi vegna stigmagnandi átaka.

Stjórnarherinn, studdur af loftárásum Rússa, Íran og Hezbollah, hefur gert sókn norður af Aleppo og tekið stór svæði í kringum borgina. Borgin var áður fyrr stærsta borg Sýrlands og bjuggu þar tvær milljónir manna.

Samkvæmt Reuters fréttaveitunni halda enn um 300 þúsund borgara til í Aleppo og er einungis ein flóttaleið eftir opin.

SÞ telja að allt að 80 prósent þeirra tuga þúsunda sem þegar hafi flúið Aleppo, að landamærum Tyrklands, séu konur og börn.


Tengdar fréttir

Segja Tyrki vera komna að þolmörkum

Talið er að rúmlega 3 milljónir flóttamanna séu nú í Tyrklandi en þrátt fyrir það ætla stjórnvöld sér að reyna að taka við fleirum.

Stefnir í umsátur um Aleppo

Sýrlenski stjórnarherinn sækir hratt að Aleppo og líklegt þykir að hundruðir þúsundir Sýrlendinga muni lokast inn í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×