Innlent

Óttast mannaferðir umhverfis eldstöðina

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
skjáskot/míla
„Menn hafa veður af því að fólk vilji sjá þetta gos og því var ákveðið að manna lokanirnar svo hægt sé að fylgjast með að fólk fari ekki framhjá lokununum,“ segir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir í fjölmiðlateymi samhæfingar. Þó hafa engar mannaferðir verið umhverfis svæðið frá því að gos hófst skömmu eftir miðnætti í nótt.  Hún segir ekki ljóst hvort eiturefni séu í lofti, en að svo stöddu greinist engin aska á radar.

„Það er enga ösku að sjá en það er auðvitað niðamyrkur og stutt síðan gosið hófst,“ segir Berþóra.

Almannavarnir lokuðu fyrr í vikunni leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla, ásamt nokkrum leiðum upp úr Bárðardal og við Grænavatn. Þá er vegurinn við Dettifoss einnig lokaður.


Tengdar fréttir

Gosið hófst upp úr miðnætti

„Það eru sömu upplýsingar og við erum að fá,“ segir Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í samtali við Vísi aðspurður hvort gosið hafi minnkað töluvert.

Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng

"Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×