Innlent

Óttast ekki höfnun

Erla Björg Gunnarsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa
Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir og Davíð Oddsson hafa notið kosningabaráttunnar sem nú er á lokasprettinum. Viðtal í fullri lengd við forsetaframbjóðendurna má hlusta á í hlaðvarpinu.

Elísabet segir kosningabaráttuna vera manndómsvígslu og að hún sé breytt manneskja. Hún mælir með námskeiði fyrir fólk þar sem það finnur forsetann í sjálfu sér.

Davíð segir mesta muninn á þessari baráttu og þeirri sem hann er vanur í flokkapólitík vera að hann þurfi að tala meira um sjálfan sig, en minna um strauma og stefnur. Það geti verið áskorun.

Hildur segist alls ekki tala um sjálfa sig heldur njóti þess að tala við fólkið í landinu. Hún vill gefa landsmönnum styrk og efla anda þeirra, en hún hefur skrifað sjálfsstyrkingarbækur í gegnum tíðina.

Öll hafa þau haft ánægju af kosningabaráttunni og óttast ekki að tapa í kosningunum. Davíð Oddsson lítur ekki svo á að forsetaframbjóðendur tapi þótt þeir endi ekki í forsetastól. „Ef við gerum þetta af einurð og heiðarleika, lít ég ekki svo á að við töpum þótt við vinnum ekki kosningarnar. Ætti fólk eitthvað að liggja brotið og bramlað eftir þetta?" spyr hann.

Hildur Þórðardóttir segir framboðið vera sjálfsstyrkingu en Elísabet Jökulsdóttir er í framboði gagngert til þess að fá höfnun, enda sé höfnunin hennar mesti drifkraftur í lífinu.

Þau svöruðu spurningum Fréttablaðsins en viðtalið í fullri lengd má hlusta á hér að ofan. 

Elísabet Jökulsdóttirvísir/stefán
Styður þú breytingar á stjórnarskrá? Hvort styður þú frekar tillögur stjórnlagaráðs eða stjórnarskrárnefndar um breytta stjórnarskrá?

Elísabet: Já, ég styð nýju stjórnarskrána. Ég styð Illuga hjá stjórnlagaráði. Ég er búin að kynna mér þá stjórnarskrá mjög vel.

Davíð: Það á aldrei að kollvarpa stjórnarskrá lýðveldis. Breytingar kunna að vera nauðsynlegar, líkt og 1995 þegar nýr mannréttindakafli, sem styrkti stöðu og réttindi borgaranna, var samþykktur. Það er eðlilegt framhald af þeim breytingum að setja inn í stjórnarskrá rétt almennings til að kalla fram þjóðar­atkvæðagreiðslur í ákveðnum málum.

Hildur: Ég er eindreginn stuðningsmaður nýju stjórnarskrárinnar. Persónukjör, þjóðar­atkvæðagreiðslur og ráðherrar út af þingi, skýrara valdsvið forseta, meira vald til fólksins og lárétt valdauppbygging eru allt nauðsynleg ákvæði fyrir lýðræðisríki.

Hvaða hagsmunatengsl hefur þú eða þín fjölskylda við stjórnmál eða viðskiptalíf?

Elísabet: Ég held að við ráðum öllu. Nei, ég held að þau séu engin. Ég held að Hrafn litli bróðir minn ráði öllu, með Hrókinn.

Davíð: Engin en ég er félagi í Sjálfstæðisflokknum.



Hildur:
Engin. Ég er ótengd stjórnmálaflokkum og ótengd fjármálaöflum og á enga reikninga í skattaskjólum.





Davíð Oddssonvísir/stefán
Vilt þú að miðhálendið verði skilgreint sem þjóðgarður?

Elísabet: Ég var að tala við Andra Snæ um daginn og spurði hvort við gætum ekki bara látið þetta heita Öræfi. Af hverju endilega national park? Það er svo amerískt. Honum fannst það ekkert vitlaust. Þannig að ég held að það sé allt í lagi að halda þessu gamla íslenska nafni en það sé með þessum skilyrðum þjóðgarðs. Þannig að ég styð að þetta sé friðað en það er spurning með að kalla þetta öræfi.

Davíð: Já, það kemur vel til greina.



Hildur
: Ég vil að við komum á samræðuvettvangi þar sem sjónarmið náttúruverndarsamtaka, jeppamanna, skotveiðimanna, göngufólks, ferðamannaiðnaðarins, orkufyrirtækja, sauðfjárbænda, landgræðslu og allra sem vilja fái að heyrast. Hvort þetta verður borgaraþing þar sem sérfræðingar og áhugafólk er kallað til eða risastór þjóðfundur er útfærsluatriði.

Ertu femínisti?

Elísabet: Já.



Davíð:
Ég er jafnréttissinni. Ég hef alla tíð barist fyrir jöfnum tækifærum allra, og gegn sérréttindum ákveðinna hópa.



Hildur:
Ég styð jafnrétti kynjanna heilshugar og tel mikilvægt að vinna gegn alls kyns ofbeldi og misrétti. Að kvenlæg gildi verði jafn hátt metin og hin karllægu.

Hildur Þórðardóttirvísir/stefán
Hvort skilgreinir þú þig til hægri eða vinstri á pólitíska ásnum?

Elísabet: Eiginlega hvorugt. Samt er ég eiginlega meira vinstri ef út í það er farið. En ég held að þetta séu úrelt hugtök en ég hef alltaf kosið meira til vinstri.



Davíð:
Ég hef aldrei falið skoðanir mínar í stjórnmálum og þær eru öllum ljósar.



Hildur
: Mér finnst mikilvægt að taka það besta úr öllum stefnum og blanda því saman í lausn sem hentar samfélaginu. Þetta er ekki spurning um að draga taum einnar stefnu, heldur vinna saman að heill lands og þjóðar.

Vilt þú að settar verði siðareglur fyrir forsetaembættið? Hvað væri mikilvægasta atriði þeirra?

Elísabet: Bara að hann myndi reglulega fara í persónuleikapróf til að vita hvort hann væri búinn að tapa sjálfum sér. En já, ég held það alveg eins og við setjum okkur öll siðareglur. Og það er kannski sérstaklega með forsetann því hann er þarna aleinn í valdamiklu embætti. Að hann sé ekki að þiggja peninga eða njóta fríðinda sem við gerum ekki.



Davíð:
Nei. Forseti sem fer að lögum, ekki síst stjórnarskránni, og hefur burði til að sinna embættinu í nánum tengslum við þjóðina, þarf ekki siðareglur.



Hildur
: Já. Að forseti megi ekki þiggja gjafir í skiptum fyrir persónulega greiða fyrir hagsmunaaðila.

Hversu margir starfsmenn vinna við framboð þitt?

Elísabet:
Enginn. Þetta eru allt sjálfboðaliðar sem ég gríp til.



Davíð:
Ég er svo lánsamur að til liðs við mig hafa komið tugir sjálfboðaliða um allt land.



Hildur
: Enginn starfsmaður á launum. Bara fólk sem deilir sömu sýn og ég og hefur trú


Tengdar fréttir

Tilfinningar voru ekki í boði

Hildur Þórðardóttir segist ekki vera á móti lyfjanotkun, eingöngu ofnotkun lyfja. Mikilvægt sé að vinna úr tilfinningum jafnóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×