Erlent

Óttast að yfir 200 flóttamenn hafi drukknað í Miðjarðarhafi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Talið er að um fimm þúsund flóttamenn hafi látist það sem af er ári á Miðjarðarhafi.
Talið er að um fimm þúsund flóttamenn hafi látist það sem af er ári á Miðjarðarhafi. Vísir/AFP
Óttast er að yfir 200 flóttamenn á leið frá Líbýu yfir til Evrópu hafi drukknað í Miðjarðarhafi eftir að bátar sem þeir voru farþegar í sukku. BBC greinir frá.

Hjálparsamtök sem vinna að því að aðstoða flóttamenn á leið sinni til Evrópu segja að þau hafi endurheimt fimm lík úr hafinu í grennd við tvo báta sem hver um sig var með um 100 farþega innanborðs.

Samtökin telja líklegt að minnst 240 flóttamenn hafi drukknað en bátarnir sem flytja flóttamennina eru oftar en ekki yfirfullir. Talið er að um fimm þúsund flóttamenn hafi látist það sem af er ári á Miðjarðarhafi við að reyna að komast til Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×