Erlent

Óttast að vígamenn gangi enn lausir í Brussel

Samúel Karl Ólason skrifar
Gífurlegur viðbúnaður er í Brussel.
Gífurlegur viðbúnaður er í Brussel. Vísir/AFP
Yfivöld í Belgíu óttast að vígamenn gangi enn lausir í Brussel. Minnst 26 eru látnir eftir sprengjuárásir í borginni í morgun en fjöldi látinna er líklega hærri en það. Reiknað er að raunverulegur fjöldi verði á reiki næstu klukkustundir. Um 130 manns særðust í árásunum. 

Lögreglan í Brussel hefur ráðist til atlögu gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í borginni og voru fjölmiðlar ytra beðnir um að segja ekki frá þeim aðgerðum.

Didier Reynders, utanríkisráðherra Belgíu, sagði í sjónvarpsviðtali að rannsókn væri yfirstandandi á því hvort vígamenn sem tengist árásunum gangi enn lausir.

Nánari atvikalýsing: Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel  

Fregnir hafa borist af því að ósprengt sprengjuvesti hafi fundist á Zaventem flugvellinum en almannavarnir Belgíu segja sprengjusveit hersins vinna að því að sprengja vestið. Þá fannst Kalashnikov árásarriffill á flugvellinum í morgun, þar sem tvær sprengdur voru sprengdar. Minnst ein þeirra var sjálfsmorðssprengja.

Grunsamlegur pakki fannst einni nærri háskóla í Brussel og var hann einnig sprengdur af sprengjusveitum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×