Erlent

Óttast að þurfa að flytja aftur til Bretlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Um hundrað þúsund breskir ellilífeyrisþegar búa á Spáni allan ársins hring.
Um hundrað þúsund breskir ellilífeyrisþegar búa á Spáni allan ársins hring. Vísir/EPA
Um hundrað þúsund breskir ellilífeyrisþegar búa á Spáni allan ársins hring. Mun fleiri búa þar hluta árs. Þetta fólk óttast að vera þvingað til að flytja aftur til Bretlands vegna Brexit. Mörg þeirra hafa búið á Spáni um árabil.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun virkja 50. grein Lissabonarsáttmálans og hefja úrsagnarferli Bretlands úr Evrópusambandinu í dag.

Blaðamaður AFP ræddi við nokkra ellilífeyrisþega sem segjast áhyggjufull og spennt.

„Þetta er heimili mitt núna. Ég vil búa hér áfram. Ég vil deyja sitjandi á svölunum með útsýni, horfandi á sólsetrið, með rauðvínsglas í hendinni. Ekki á einhverri ömurlegri götu Í Manchester með gráan himin og ekkert útsýni,“ segir David Frost.

Þá hafa ellilífeyrisþegarnir fundið fyrir því að pundið hefur lækkað um fimmtán prósent gagnvart evru frá Brexit atkvæðagreiðslunni í fyrra. Julie Payne segir þó óvissuna vera eitt það versta.

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, telur að hægt verði að semja fljótt um að vernda réttindi Breta á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×