Óttast ađ kattafló sé ađ breiđast út

 
Innlent
07:00 04. MARS 2016
Ef dýrin klóra sér, sleikja eđa bíta í húđina meira en venjulega er rétt ađ skođa feldinn vel. nordicphotos/gettyimages
Ef dýrin klóra sér, sleikja eđa bíta í húđina meira en venjulega er rétt ađ skođa feldinn vel. nordicphotos/gettyimages

Heilbrigđismál Kattafló hefur greinst á fleiri köttum á höfuđborgarsvćđinu og hćtt viđ ađ flóin sé útbreiddari en taliđ hefur veriđ. Matvćlastofnun telur ţó mögulegt ađ upprćta flóna en til ţess ţarf samstillt átak hunda- og kattaeigenda. Sérstaka smitgát skal viđhafa á dýrasýningum.
Fyrst varđ vart viđ ţessa óvćru í febrúar ţegar greindist kattafló á ketti í Garđabć en ţessi tegund flóa hefur örsjaldan fundist hér á landi. Nú er um ađ rćđa kött af heimili í miđborg Reykjavíkur, sem fer út ađ vild og telur Matvćlastofnun ađ hugsanlega sé kattaflóin orđin útbreidd međal katta, og ef til vill hunda.
Til ađ kanna útbreiđsluna hefur Matvćlastofnun nú beint ţeim tilmćlum til dýralćkna ađ ţeir taki sýni af öllum köttum og hundum á tímabilinu frá 14.–28. mars, sem komiđ er međ til ţeirra og eru međ einkenni í húđ. Tilraunastöđ Háskóla Íslands ađ Keldum mun taka viđ sýnunum og kanna hvort í ţeim leynast kattaflćr.
Kattaflóin getur valdiđ bćđi dýrum og mönnum miklum óţćgindum og jafnvel veikindum. Hún getur jafnframt boriđ međ sér sýkla sem ekki hafa greinst í dýrum hér á landi, og geta valdiđ veikindum í köttum og jafnframt borist í fólk. Ţađ er ţví mikils um vert ađ koma í veg fyrir ađ hún nái fótfestu hér á landi, er mat Matvćlastofnunar.
Kattafló hefur ađeins greinst í stökum tilfellum hér á landi, m.a. á hundum á árunum 1980 og 1984 og á innfluttum dýrum í einangrun áriđ 2012 og áriđ 2013. Í öllum tilvikum náđist ađ upprćta flóna.
– shá


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Óttast ađ kattafló sé ađ breiđast út
Fara efst