Erlent

Óttast að fólk hafi látist í gífurlegu úrhelli í Þýskalandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úrhelli hefur verið í suðurhluta Þýskalands í dag en á stöku stað hafa þrumur og hagl fylgt. Bæjaraland og Baden-Württemberg hafa orðið einna verst úti en þar hafa aurskriður fallið að auki. Minnst tveir eru látnir en óttast er um afdrif fleiri.

Í bænum Braunsbach í norðausturhluta Baden-Württemberg er óttast um afdrif fólks. Bærinn varð einna verst úti í skyndilegu úrhelli en götur bæjarins breyttust skyndilega í stórfljót. Engar fregnir hafa borist af mannfalli en ljóst er að tjón í bænum er mjög mikið.

Hér að neðan má sjá samansafn af myndum og myndböndum frá Braunsbach.

ipt>

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×