Innlent

Óttarr sjálfkjörinn formaður Bjartrar framtíðar

Sveinn Arnarsson skrifar
Óttarr Proppé mun leiða flokk sinn, Bjarta framtíð, inn í kosningar 2017. Hann er sjálfkjörinn formaður á ársfundi flokksins sem haldinn er í dag.
Óttarr Proppé mun leiða flokk sinn, Bjarta framtíð, inn í kosningar 2017. Hann er sjálfkjörinn formaður á ársfundi flokksins sem haldinn er í dag. Vísir/Stefán
Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður, er sjálfkjörinn formaður flokksins. Enginn bauð sig fram á móti honum og mun hann því aðeins verða klappaður upp á fundi flokksins sem hafinn er á Ásbrú. 

Þingflokksformaður verður Brynhildur Pétursdóttir, en þá ákvörðun tók þingflokkurinn sameiginlega á fundi sínum í gær. 

Ársfundur flokksins markar upphafið af þingvetri flokksins en flokkurinn hefur mælst ítrekað undir fimm prósenta markinu. Ef flokkurinn nær ekki fimm prósenta fylgi þurrkast flokkurinn út af þingi. 

Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson láta þar með af formennsku og þingflokksformennsku og munu það sem eftir lifir kjörtímabilsins sitja sem óbreyttir þingmenn. 

Hér má fylgjast með ársfundi flokksins: 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×