Viðskipti innlent

Óttarr Propp­é nýr versl­un­ar­stjór­i Bók­söl­u stúd­ent­a

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Óttarr hefur störf þann 1. júní næstkomandi.
Óttarr hefur störf þann 1. júní næstkomandi. Vísir/Ernir
Félagsstofnun stúdenta, sem á og rekur Bóksölu stúdenta, hefur ráðið Óttarr Proppé sem verslunarstjóra Bóksölunnar. Óttarr hefur störf þann 1. júní næstkomandi.

„Óttarr hefur víðtæka þekkingu og reynslu af bóksölu en hann starfaði hjá Almenna bókafélaginu, Eymundsson og Máli og menningu á árunum 1987 til 2010. Frá árinu 2010 til ársins 2017 starfaði Óttarr á vettvangi stjórnmála með Besta flokknum og Bjartri framtíð; í borgarstjórn, sem alþingismaður og sem heilbrigðisráðherra. Hefur hann sinnt ýmsum trúnaðar- og nefndarstörfum í gegnum tíðina,“ segir í tilkynningu.

„Óttarr er tónlistarmaður og lagahöfundur, en hefur einnig starfað sem leikari, handritshöfundur, hljóðmaður og framleiðandi við kvikmynda- og heimildarmyndagerð. Félagsstofnun stúdenta býður Óttarr velkominn til starfa.“

Óttarr Proppé var heilbrigðisráðherra janúar-nóvember 2017. Hann lét af embætti formanns Bjartrar framtíðar í kjölfar þingkosninganna í október síðastliðnum þegar flokkurinn hlaut 1,2 prósent atkvæða og náði ekki manni inn á þing.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×