Fótbolti

Óttar Magnús og Albert fá tækifæri með U-21 árs landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óttar Magnús fær tækifæri með U-21 árs landsliðinu eftir góða frammistöðu með Víkingi í sumar.
Óttar Magnús fær tækifæri með U-21 árs landsliðinu eftir góða frammistöðu með Víkingi í sumar. vísir/tómasþ
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í fótbolta, hefur valið leikmannahópinn fyrir leikina gegn N-Írlandi og Frakklandi í undankeppni EM 2017.

Sex leikmenn í hópnum hafa ekki leikið með U-21 árs landsliðinu. Þetta eru þeir Albert Guðmundsson, Óttar Magnús Karlsson, Anton Ari Einarsson, Davíð Kristján Ólafsson, Hans Viktor Guðmundsson og Þórður Þorsteinn Þórðarson.

Höskuldur Gunnlaugsson og Sindri Björnsson, sem hafa verið í lykilhlutverki í íslenska liðinu í undankeppninni, hlutu ekki náð fyrir augum Eyjólfs að þessu sinni.

Íslenska liðið er í 2. sæti riðilsins með 12 stig eftir sex leiki.

Íslensku strákarnir mæta N-Írum á Mourneview Park, heimavelli Glenavon, föstudaginn 2. september. Á þriðjudeginum tekur svo við leikur við topplið Frakka í Caen.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markmenn:    

Rúnar Alex Rúnarsson, NordSjælland

Frederik August Albrecht Schram, Roskilde

Anton Ari Einarsson, Valur

Aðrir leikmenn:      

Orri Sigurður Ómarsson, Valur

Hjörtur Hermannsson, Bröndby

Aron Elís Þrándarson, Aalesund

Árni Vilhjálmsson, Breiðablik

Elías Már Ómarsson, Göteborg

Adam Örn Arnarsson, Aalesund

Böðvar Böðvarsson, FH

Oliver Sigurjónsson, Breiðablik

Ævar Ingi Jóhannesson, Stjarnan

Daníel Leó Grétarsson, Aalesund

Heiðar Ægisson, Stjarnan

Viðar Ari Jónsson, Fjölnir

Albert Guðmundsson, PSV Eindhoven

Davíð Kristján Ólafsson, Breiðablik

Hans Viktor Guðmundsson, Fjölnir

Óttar Magnús Karlsson, Víkingur

Þórður Þorsteinn Þórðarson, ÍA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×