Lífið

Ótrúlegt brimbrettamyndband frá Íslandi: Kuldinn stoppar hann ekki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heiðar Logi er greinilega fær brimbrettakappi.
Heiðar Logi er greinilega fær brimbrettakappi. vísir
Heiðar Logi Elíasson brimbrettakappi sést hér í ótrúlega flottu myndbandi þar sem hann er að sörfa á nokkrum fallegum stöðum á Íslandi. Hann lét kuldann ekkert stoppa sig í að sörfa eins og sést á myndbandinu.

Heiðar Logi er fyrsti atvinnumaðurinn á brimbretti á Íslandi. Hann segir að þótt kuldinn geti verið gríðarlegur þá sé það vel þess virði. Hann seg­ist aðallega hafa stundað brimbrettaiðkun sína á Íslandi, en þá hafi hann einnig ferðast til Frakk­lands, Spán­ar, Kan­ada og Kali­forn­íu.

Heiðar seg­ir Ísland þó vera það allra heit­asta í brimbretta­heim­in­um í dag.

„Það eru all­ir að leita að hinni full­komnu öldu þar sem er ekki mikið af fólki og Ísland er full­kom­inn staður fyr­ir það,“ segir Heiðar Logi og bætir við að Aust­f­irði séu besti staðurinn hér á landi fyr­ir brimbrettaiðkun, enda sé mikið af opnu hafi þar.

Í myndbandinu birstast fyrstu myndskeiðin úr nýrri heimildarmynd þar sem Heiðar er meðal annars í forgrunni. Hún nefnist The Accord og verður frumsýnd í sumar. Hægt er að kynna sér myndina nánar á Facebook-síðu hennar.

Heiðar Logi er einnig virkur á Instagram og er hægt að fylgjast með honum þar undir nafninu @heidarlogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×