Körfubolti

Ótrúlegar tölur Sigtryggs Arnars á síðustu 194 mínútum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigtryggur Arnar Björnsson.
Sigtryggur Arnar Björnsson. Vísir/Eyþór
Sigtryggur Arnar Björnsson fór enn á ný á kostum í Grindavík í gærkvöldi þegar Tindastólsliðið komst í 2-0 í einvígi liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta.

Sigtryggur Arnar skoraði 26 stig á tæpum 25 mínútum í gær en hann hitti úr 62 prósent skota sinna í leiknum.

Sigtryggur Arnar er að spila í gegnum nárameiðsli sem hafa haldið honum frá mörgum leikjum á nýju ári en þegar hann er leikfær þá virðist enginn eiga möguleika í Stólana.

Tindastóll vann þær mínútur, sem Sigtryggur Arnar spilaði í Grindavík í gær, með sautján stigum. Þetta þýðir að í síðustu sjö leikjum hans með Tindastól í öllum keppnum er liðið +121 með hann inná vellinum.

Sigtryggur Arnar hefur spilað í 194 mínútur í þessum leikjum og er með 151 stig á þeim eða nálægt því að vera með eitt stig á mínútu. Allir sex leikirnir hafa unnið þar af þrír á móti Grindavík og tveir á móti KR.

Sigtryggur Arnar hefur hitt úr 50 prósent þriggja stiga skotum sínum í leikjunum og er auk stiganna með 36 fráköst, 27 stoðsendingar og 15 stolna bolta á þessum 194 mínútum.



Síðustu sex leikir Sigtryggs Arnars með Tindastól:

Deildarleikur við Val

15 stig á 21 mínútu (Liðið +18 með hann inná)

Hitti úr 3 af 9 þriggja stiga skotum (33%)

Bikarleikur við Hauka

35 stig á 36 mínútum (Liðið +16 með hann inná)

Hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum (60%)

Bikarúrslitaleikur við KR

20 stig á 27 mínútum (Liðið +20 með hann inná)

Hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum (63%)

Deildarleikur við Grindavík

18 stig á 26 mínútum (Liðið +25 með hann inná)

Hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum (67%)

Deildarleikur við KR

13 stig á 28 mínútum (Liðið +11 með hann inná)

Hitti úr 3 af 7 þriggja stiga skotum (43%)

Leikur eitt við Grindavík í úrslitakeppni

24 stig á 31 mínútu (Liðið +14 með hann inná)

Hitti úr 4 af 10 þriggja stiga skotum (40%)

Leikur tvö við Grindavík í úrslitakeppni

26 stig á 25 mínútun (Liðið +17 með hann inná)

Hitti úr 4 af 8 þriggja stiga skotum (50%)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×