Matur

Ótrúlega ómótstæðilegar Oreo-bollakökur

Oreo-bollakökurnar eru himneskar í útliti og á bragðið.
Oreo-bollakökurnar eru himneskar í útliti og á bragðið.

Flest öll þekkjum við Oreo-kexið og hversu bragðgott og ómótstæðilegt það er. Lilja Katrín Gunnarsdóttir hjá Blaka.is hefur útbúið uppskrift að einstaklega ómótstæðilegum Oreo-bollakökum, sem ættu í flestum tilvikum að bráðna í munni þeirra sem bragða á þeim.

Kökurnar eru þægilegar og einfaldar í framleiðslu og ættu flestir að geta bjargað sér í því að baka þær. Ef þú vilt gleðja þig eða aðra þá eru Oreo-bollakökurnar tilvaldar í slíkt því þær eru svo sannarlega gleðigjafar sem gera góðan dag enn betri.

Langar þig ekki í bita?

Kökur



24 Oreo-kökur

1 2/3 bolli hveiti

½ tsk. lyftiduft

¼ tsk. matarsódi

½ tsk. salt

115 g bráðið smjör

1 bolli sykur

1 egg

¼ bolli sýrður rjómi

¾ bolli nýmjólk

1½ tsk. vanilludropar



Hitið ofninn í 180°C og takið til möffinsform. Setjið eina Oreo-kexköku í botninn á hverju formi (u.þ.b. 12 form). Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman og setjið til hliðar. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna aðeins. Bætið síðan sykri, eggi, sýrðum rjóma, mjólk og vanilludropum saman við smjörið. Blandið smjörblöndunni varlega saman við þurrefnin. Grófsaxið átta Oreo-kexkökur og blandið þeim varlega saman við. Deilið deiginu í möffinsformin og bakið í 20 til 23 mínútur.

Krem

100 g hvítt súkkulaði

50 g mjúkt smjör

3 bollar flórsykur

1 tsk. vanilludropar

3 msk. mjólk

Bræðið hvíta súkkulaðið og leyfið því aðeins að kólna. Blandið smjöri og flórsykri vel saman. Bætið því næst hvíta súkkulaðinu, vanilludropum og mjólk saman við. Takið kremið af síðustu tveimur Oreo-kökunum. Fínmyljið þær, til dæmis í matvinnsluvél. Skreytið kökurnar með kreminu og drissið Oreo-mulningi yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×