Körfubolti

Ótrúlega nálægt því að skora úr miðjuskoti í jakkafötunum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Geir Friðriksson, einn af sérfræðingum Körfuboltakvöldsins, tók þátt í Domino´s skotleiknum milli þriðja og fjórða leikhluta í leik KR og Hauka í DHL-höllinni í gærkvöldi.

Kristinn fór jakkaklæddur úr settinu hjá Körfuboltakvöldi og er örugglega best klæddi þáttakandi Domino´s skotleiksins í þessari úrslitakeppni.

Tilþrifin kölluðu líka á viðbrögð úr stúkunni. Kristinn var nefnilega ótrúlega nálægt að skora með sveifluskoti frá miðju en boltinn datt ofan á hringinn.

Kristinn er ein af bestu skyttum íslensks körfubolta frá upphafi og skoraði á sínum tíma 673 þriggja stiga körfur í úrvalsdeildinni.

Kristinn skoraði alls 24 þriggja stiga körfur í lokaúrslitum á sínum ferli. Kristinn var meðal annars með 8 þrista í 3 leikjum á móti Haukum í lokaúrslitum 1993 þegar hann varð Íslandsmeistari með Keflavíkurliðinu og 7 þrista í 3 leikjum á móti Grindavík í lokaúrslitum 1997 þegar hann varð Íslandsmeistari í þriðja og síðasta sinn með Keflavíkurliðinu.  

Það er hægt að sjá hinn jakkafataklædda Kristinn Geir Friðriksson næstum því tryggja sér ársbyrgðir af Domino´s pizzum í myndbandinu í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Sjáðu magnaða flautukörfu Finns | Myndband

Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu gegn KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem venjulegur leiktími rann út.

Ívar: Kári gæti spilað oddaleikinn

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, segir mögulegt að Kári Jónsson verði með í oddaleiknum gegn KR á laugardaginn, ef af honum verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×