Lífið

Ótrúleg förðunartrix frá Töru Brekkan: Hrekkjavakan handan við hornið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tara Brekkan er förðurnarsérfræðingur Lífsins.
Tara Brekkan er förðurnarsérfræðingur Lífsins.
Förðunarfræðingurinn Tara Brekkan Pétursdóttir birtir nýtt kennslumyndband á YouTube-síðu sinni þar sem hún sýnir ótrúlega Halloween förðun sem er tilvalin komandi hrekkjavöku. Tara verður með reglulega förðunarmyndbönd inni á Lífinu á næstunni.

„Það er mjög vinsælt að blanda saman beauty og horror í Halloween farðanirnar nú á tímum sem er auðvitað mjög sniðugt og gaman,“ segir Tara og bætir við að þessu sinni hafi hún viljað gera alveg ekta hryllingsförðun.

„Ég ákvað að blanda saman zombie, alien og hjúkku saman. Já þetta er ógeðslegt og fullt af blóði og sárum. Oft þegar við horfum á mynd af svona ógeðisförðun heldur maður að það sé mjög erfitt að búa þetta til. En ég sýni í þessu myndbandi hvernig hægt er að gera þetta sjálfur. Ég sýni einnig tvenns konar aðferðir við að gera sár og hvernig hægt er að gera mar.“

Tara segir að aðaltrixið með svona förðun sé að klessa nógu mikið af rauðum, brúnum, fjólubláum, svörtum og nóg af blóði.

„Ég vill einnig taka það fram að hægt er að nota bæði bursta og svampa eða annað hvort. Svo er bara að prófa sig áfram og hafa gaman.“

Hrekkjavakan er næstkomandi helgi.

Snapchat: Tara_makeupart 

Heimasíða: https://www.makemyday.is/ 

Facebook:https://www.facebook.com/forduntara/ 

Instagram: Makeupart_tara


Tengdar fréttir

Tara Brekkan sýnir förðun fyrir Hinsegin daga

Förðunarfræðingurinn Tara Brekkan Pétursdóttir birtir nýtt kennslumyndband á YouTube-síðu sinni þar sem hún sýnir einfalda, en fallega förðun sem er tilvalin fyrir helgina, þar sem Hinsegin dagar eru framundan .

Tara Brekkan sýnir sumarförðun fyrir verslunarmannahelgina

Förðunarfræðingurinn Tara Brekkan Pétursdóttir birtir nýtt kennslumyndband á YouTube-síðu sinni þar sem hún sýnir einfalda, en fallega sumar förðun sem er tilvalin fyrir helgina. Tara verður með reglulega förðunarmyndbönd inni á Lífinu á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×