Körfubolti

Ótrúleg endurkoma Golden State | Myndbönd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Klay Thompson skoraði 40 stig í nótt.
Klay Thompson skoraði 40 stig í nótt. Vísir/Getty
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en í öllum þeim hafði útiliðið betur og komst þar með í 3-0 forystu í rimmu sinni.

Golden State vann mikið afrek með því að leggja New Orleans að velli, 123-119, í framlengdum leik.

Gestirnir voru mest 20 stigum undir í fjórða leikhluta en náðu að koma til baka. Þristur Steph Curry, sem skoraði 40 stig í leiknum, tryggði Golden State framlengingu á lokasekúndunum.



Curry settur niður þrjár þriggja stiga körfur í nótt, þar af einn í upphafi framlengingarinnar en Golden State lét ekki aftur af forystunni eftir það.

Klay Thompson skoraði 28 stig fyrir Golden State sem var 20 stigum undir þegar fjórði leikhluti hófst.

Anthony Davis klikkaði þó á afar mikilvægu vítaskoti fyrir New Orleans þegar 9,6 sekúndur voru eftir. Hann hefði getað jafnað metin fyrir sína menn í lok framlengingarinnar en skot hans geigaði.





Chicaco er komið í 3-0 forystu gegn Milwaukee eftir sigur í nótt, 113-106, en tvíframlengja þurfti leikinn.

Derrick Rose skoraði 34 stig og Jimmy Butler 24 en það var 8-0 sprettur í síðari framlengingunni sem tryggði Chicago loks sigurinn í hnífjöfnum leik.

Giannis Antetokounmpo skoraði 25 stig fyrir Milwaukee og Khris Middleton átján.





Cleveland vann Boston, 103-95, með 31 stigi frá LeBron James. Boston hékk þó í gestunum lengst af en Kevin Love setti niður tvo þrista á lokamínútunum sem tryggði Cleveland 3-0 forystu í rimmunni.

Engu liði hefur tekist að koma til baka í sögu úrslitakeppninnar eftir að hafa lent 3-0 undir.



Úrslit næturinnar:

Boston - Cleveland 95-103 (0-3)

Milwaukee - Chicago 106-113 (0-3)

New Orleans - Golden State 119-123 (0-3)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×