Fótbolti

Ótrúleg breyting á leikmannagöngunum hjá Schalke | Myndir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gulldrengurinn Julian Draxler í námugöngunum.
Gulldrengurinn Julian Draxler í námugöngunum. Vísir/Getty
Schalke 04 sem staðsett er í iðnaðarhéraðinu Ruhr ákvað að breyta leikmannagöngunum á Veltins Arena vellinum og setja upp námugöng þar sem leikmennirnir ganga til vallarins.

Er þetta gert til þess að votta stuðningsmönnum liðsins virðingu en fjöldin allra stuðningsmanna liðsins vinna í kolanámum í næsta nágrenni. Viðurnefni félagsins er einmitt námumennirnir.

Voru nýju leikmannagöngin frumsýnd um síðustu helgi og vöktu þau mikla athygli hjá andstæðingum dagsins, Bayern Munchen. Fleiri myndir frá göngunum má sjá hér fyrir neðan ásamt myndbandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×