Innlent

Óþolinmóðir ökumenn tefja umferð

Samúel Karl Ólason skrifar
Ljóst er að sumir ökumenn séu óþolinmóðir og þá sérstaklega í þungri umferð á morgnanna og eftirmiðdags.
Ljóst er að sumir ökumenn séu óþolinmóðir og þá sérstaklega í þungri umferð á morgnanna og eftirmiðdags. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bendir á að samkvæmt umferðarlögum sé bannað að aka inn á gatnamót, nema ljóst sé að viðkomandi komist yfir áður en grænt ljós kviknar fyrir umferð úr annarri átt.

Ljóst sé að sumir ökumenn séu óþolinmóðir og þá sérstaklega í þungri umferð á morgnanna og eftirmiðdags. Þá sitji bílar fastir á miðjum gatnamótum, á meðan aðrir komast ekki sinnar leiðar á grænu ljósi.

Í lögum segir að ekki má aka inn á vegamót á grænu ljósi ef ökumanni má vera ljóst að hann komist ekki yfir áður en grænt ljóst kviknar fyrir umferð úr þverstæðri átt.

Úrdráttur úr 7 mgr. 25. gr. umferðarlaga:

... Á vegamótum, þar sem umferð er stjórnað með umferðarljósum, má ökumaður eigi aka inn á vegamótin á grænu ljósi, ef honum má vera ljóst af aðstæðum í umferðinni, að hann muni eigi komast yfir vegamótin, áður en grænt ljós kviknar fyrir umferð úr þverstæðri átt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×