Innlent

Óþægilegt ef lánum seinkar, verra að hafna Icesave

Sigríður Mogensen skrifar

Krónan hrynur og fer niður fyrir allt sem við höfum áður þekkt, lífskjör versna og atvinnuleysi eykst ef Íslendingar neita að borga Icesave. Þetta segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor. Hann segir að töf á lánum til Íslands sé óþægileg en sviðsmyndin verði hins vegar hrikaleg ef engin lán berast.

Þórólfur segir að Norðurlöndin vilji eðlilega sjá að Íslendingar standi við gerða samninga sína.

Ef við göngum frá skuldbindingum í tengslum við Icesave verði einungis um töf að ræða á lánum til landsins. Töfin sé óþægileg. Bankakerfið sé ófjármagnað og fyrirtæki bíði titrandi eftir fjármagnsfyrirgreiðslu.

Þórólfur segir að ef þjóðin hins vegar neiti að greiða Icesave og ákveði að ganga alein án lánafyrirgreiðslu þurfi að treysta á afganginn af utanríkisviðskiptum einan til að endurfjármagna allar erlendar skuldir.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×