Innlent

Össur spyr hvort að ríkisstjórnir séu ofmetnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Össur þekkir vel til mála á Alþingi enda alþingismaður og ráðherra um árabil.
Össur þekkir vel til mála á Alþingi enda alþingismaður og ráðherra um árabil. Vísir/Vilhelm
„Getur verið að ríkisstjórnir séu ofmetnar?“ spyr Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Hann vill sjá Alþingi spreyta sig á stjórn landsins næstu mánuðina.

„Það væri alla vegar forvitnileg tilraun að sjá Alþingi stjórna landinu um nokkurra mánaða skeið,“ segir Össur og bendir að á Spáni sé stjórnarkreppar þar sem erfiðlega hafi gengið að mynda ríkisstjórn eftir tvær kosningar þar í landi. Þar fari þó hagvöxtur vaxandi í fyrsta sinn um árabil.

„Vitaskuld eiga menn að drífa sig í að kalla saman þing, og leyfa því án afskipta áreitins framkvæmdavalds að spreyta sig á að leysa þau örfáu mál sem lausnar krefjast. Allir verða góðir við alla nema Brynjar og Birgitta bítast,“ segir Össur.

Erfiðlega hefur reynst að mynda ríkisstjórn eftir tvær atrennur til þess. Óvíst er hvað við tekur nú eftir að upp úr slitnaði í viðræðum á milli VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar.

Telur Össur að þó að ekki takist að mynda ríkisstjórn þurfi það ekki endilega að vera svo slæmt. Það gæti jafnvel orðið til þess að starhæfur meirihluti verði til í kjölfarið.

„Það fer ekkert til fjandans á meðan. Út úr því slípa menn hornin, hafa tíma til að ræða meintan ágreining til þrautar - og líklegt að út úr því kæmi hin bærilegasta ríkisstjórn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×