Lífið

Öskunni dreift í Kent

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Ösku sjónvarpskonunnar og fyrirsætunnar Peaches Geldof verður dreift í Davington Priory-garðinum í Kent þar sem Peaches lék sér sem barn.

Ösku móður hennar, Paulu Yates, var einnig dreift þar eftir að hún lést úr ofneyslu eiturlyfja árið 2000. Davington Priory er í grennd við kirkjuna St. Mary Magdalene þar sem jarðarför Paulu var haldin.

Peaches lést þann 7. apríl og skildi eftir sig eiginmanninn Thomas Cohen og tvo unga syni.

Ekki er enn ljóst úr hverju Peaches dó, aðeins 25 ára gömul, en miðlar í Bretlandi hafa velt því fyrir sér hvort það gæti tengst gríðarlegu þyngdartapi hennar mánuðina fyrir andlátið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×