Innlent

Óskuðu eftir lögregluaðstoð vegna óláta á slysadeildinni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Óskað var eftir aðstoð lögreglu á öðrum tímanum í nótt vegna manns sem hafði látið illum látum.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu á öðrum tímanum í nótt vegna manns sem hafði látið illum látum. vísir/pjetur
Óskað var eftir aðstoð lögreglu á öðrum tímanum í nótt vegna manns sem hafði látið illum látum, verið með leiðindi og yfirgang á slysadeild Landspítalans. Ekki var talin þörf á handtöku en var manninum vísað út af slysadeildinni, að því er segir í skeyti frá lögreglu.

Þar segir að um tíu manns hafi gist fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna ýmissa mála. Þá hafi að minnsta kosti fjórir ökumenn verið teknir undir áhrifum vímuefna, þar af var einn þeirra handtekinn.

Klukkan rúmlega þrjú í nótt var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Síðumúla, en ekki koma fram frekari upplýsingar um málið í skeytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×