Bíó og sjónvarp

Óskarsvísbendingar frá verðlaunahátíðum

Jessica Chastain og Oscar Isaac leika aðalhlutverkin í A Most Violent Year.
Jessica Chastain og Oscar Isaac leika aðalhlutverkin í A Most Violent Year.
Vertíð kvikmyndaverðlaunanna er gengin í garð á ný með hverri glæsiathöfninni á eftir annarri í Bandaríkjunum þar sem bestu myndir ársins eru m.a. valdar.

Á þeim þremur hátíðum sem eru afstaðnar og eru taldar gefa vísbendingar um Óskarsverðlaunin á næsta ári, Gotham Awards, New York Film Critics Circle og National Board of Review, vekur athygli að aldrei var sama myndin valin sú besta. Sá heiður féll í skaut Birdman, Boyhood og A Most Violent Year. Tvær hátíðirnar eru samt sammála um að Julianne Moore hafi verið besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Still Alice.

The New York Critics Circle

Venjulega fá myndirnar sem eru verðlaunaðar á þessari hátíð einnig tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, jafnvel þótt sigurvegararnir í flokknum „besta myndin“ séu ekki alltaf þeir sömu. Í fyrra var American Hustle valin besta myndin á hátíðinni, Steve McQueen besti leikstjórinn fyrir 12 Years a Slave, Bruno Delbonnel fyrir kvikmyndatökuna í Inside Llewyn Davis og Cate Blanchett fyrir Blue Jasmine. Allar þessar myndir voru áberandi á Óskarshátíðinni.

Í ár var stóri sigurvegarinn Boyhood, sem hefur einmitt verið orðuð við Óskarinn. Óvíst er samt hvort þessi óvenjulega mynd, sem tók tólf ár í vinnslu, hljóti verðlaunin eftirsóttu.

Sigurvegarar

Besta myndin: Boyhood

Besti leikstjórinn: Richard Linklater (Boyhood)

Besta handritið: The Grand Budapest Hotel

Besta leikkonan: Marion Cotillard (The Immigrant

og Two Days, One Night)

Besti leikarinn: Timothy Spall (Mr. Turner)

The National Board of Review

Eins og The New York Critics Circle gefa þessi verðlaun vísbendingar um Óskarsverðlaunin. Á síðustu fimm árum hafa bestu myndirnar á NBR verið Her, Zero Dark Thirty, Hugo, The Social Network og Up in the Air.

Þær voru allar tilnefndar sem besta myndin á Óskarnum. Í þetta sinn hlaut A Most Violent Year verðlaunin en leikstjórinn, J.C. Chandor, er þekktastur fyrir fjármálahrunsmyndina Margin Call.

Sigurvegarar

Besta myndin: A Most Violent Year

Besti leikstjórinn: Clint Eastwood (American Sniper)

Besti leikarinn (jafntefli): Oscar Isaac (A Most Violent Year) og Michael Keaton (Birdman)

Besta leikkonan: Julianne Moore (Still Alice)

The Gotham Awards

Gotham-verðlaunin lýsa sjálfum sér sem „skrítnum“ verðlaunum og sigurvegararnir eru oftast sjálfstæðar myndir. Samt gætu einhverjar af myndunum sem voru verðlaunaðar í ár tekið þátt í Óskarskapphlaupinu, þar á meðal Birdman í leikstjórn Spánverjans Alejandro González Iñárritu sem á að baki Babel, 21 Grams og Amores Perros.

Sigurvegarar

Besta myndin: Birdman

Besti leikarinn: Michael Keaton (Birdman)

Besta leikkonan: Julianne Moore (Still Alice)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×