Erlent

Óskar þess að vélin hefði aldrei verið skotin niður

Samúel Karl Ólason skrifar
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA

Yfirvöld í Tyrklandi hafa nú varað borgara sína við því að ferðast til Rússlands. Þá hafa Rússar aftur sett á vegabréfaeftirlit fyrir borgara sína sem vilja fara til Tyrklands. Þá ætla Rússar að beita ýmsum þvingunum gegn Tyrkjum vegna atviksins.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist vera leiður yfir því að Tyrkir hafi skotið niður rússneska sprengjuvél í vikunni. Hann segist óska þess að þetta hefði aldrei farið svo og vonar að þetta muni ekki gerast aftur, samkvæmt frétt BBC.

Erdogan hefur þó ekki beðist afsökunar á atvikinu, eins og yfirvöld í Rússlandi hafa farið fram á.

Sjá einnig: Rússland er með framtíð efnahags Tyrklands í hendi sér

Samband ríkjanna hefur versnað verulega frá því að flugvélin var skotin niður. Tyrkir segja henni hafa verið flogið inn í lofthelgi Tyrkja eftir að flugmenn vélarinnar hafi verið varaðir við tíu sinnum á fimm mínútum.

Rússar segja hins vegar að flugvélinni hafi aldrei verið flogið inn í lofthelgi Tyrklands og að engar viðvaranir hafi borist.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×