Handbolti

Óskar Bjarni stýrir kvennaliði Vals

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson gerði karlalið Vals að Íslandsmeisturum árið 2007.
Óskar Bjarni Óskarsson gerði karlalið Vals að Íslandsmeisturum árið 2007. vísir/vilhelm
Óskar Bjarni Óskarsson, fyrrverandi þjálfari karlaliðs Vals og aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, verður aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val á næstu leiktíð.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, en Ómar Ómarsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, staðfestir tíðindin.

Stefán Arnarson, sem gerði Val fjórum sinnum að meisturum á síðustu fimm árum, lét af störfum eftir síðasta tímabil og samdi við Fram. Óskar Bjarni var aðstoðarmaður hans á síðustu leiktíð.

Breytingar verða á Valsliðinu frá síðustu leiktíð en lykilmenn á borð við HrafnhildiSkúladóttur, GuðnýJennyÁsmundsdóttur og ÖnnurÚrsúluGuðmundsdóttur eru horfnar á braut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×