FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ NÝJAST 00:01

Fremstu listamenn heims sýna á Djúpavogi

LÍFIĐ

Óskar Bjarni er tilbúinn ađ ţjálfa landsliđiđ en ekki Gunnar

 
Handbolti
06:30 04. MARS 2016
Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson. VÍSIR/ANDRI MARINÓ

Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon.

Einnig hafa nöfn fyrrverandi landsliðsmannanna Geirs Sveinssonar og Kristjáns Arasonar verið í umræðunni.

Gunnar er að þjálfa Hauka og tjáði Fréttablaðinu í gær að hann væri ekki að sækjast eftir aðalþjálfarastarfinu. Hann útilokaði þó ekki að vinna með HSÍ áfram en hann hefur verið með landsliðinu frá árinu 2002.

Það var aðeins á þeim stutta tíma sem Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið sem Gunnar var ekki hluti af þjálfarateyminu.

Óskar Bjarni Óskarsson var aðstoðarþjálfari liðsins er það vann silfur í Peking og brons í Austurríki á EM. Hann hætti með landsliðinu árið 2012 en sagði í gær að hann væri til í að snúa aftur.

„Ég er til í að taka liðið að mér eða aðstoða annan mann. Ég er klár í verkefnið en hef ekki heyrt frá neinum enn sem komið er. Ég naut þess að vera með landsliðinu á sínum tíma og er til í að koma aftur,“ segir Óskar Bjarni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Óskar Bjarni er tilbúinn ađ ţjálfa landsliđiđ en ekki Gunnar
Fara efst