FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 02:00

Ólafía Ţórunn á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring

SPORT

Óskar Bjarni er tilbúinn ađ ţjálfa landsliđiđ en ekki Gunnar

 
Handbolti
06:30 04. MARS 2016
Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson. VÍSIR/ANDRI MARINÓ

Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon.

Einnig hafa nöfn fyrrverandi landsliðsmannanna Geirs Sveinssonar og Kristjáns Arasonar verið í umræðunni.

Gunnar er að þjálfa Hauka og tjáði Fréttablaðinu í gær að hann væri ekki að sækjast eftir aðalþjálfarastarfinu. Hann útilokaði þó ekki að vinna með HSÍ áfram en hann hefur verið með landsliðinu frá árinu 2002.

Það var aðeins á þeim stutta tíma sem Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið sem Gunnar var ekki hluti af þjálfarateyminu.

Óskar Bjarni Óskarsson var aðstoðarþjálfari liðsins er það vann silfur í Peking og brons í Austurríki á EM. Hann hætti með landsliðinu árið 2012 en sagði í gær að hann væri til í að snúa aftur.

„Ég er til í að taka liðið að mér eða aðstoða annan mann. Ég er klár í verkefnið en hef ekki heyrt frá neinum enn sem komið er. Ég naut þess að vera með landsliðinu á sínum tíma og er til í að koma aftur,“ segir Óskar Bjarni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Óskar Bjarni er tilbúinn ađ ţjálfa landsliđiđ en ekki Gunnar
Fara efst