Innlent

Óskað eftir fólki til að búa með forseta Íslands

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Umsjónarmaður þarf að búa á Bessaastöðum.
Umsjónarmaður þarf að búa á Bessaastöðum.
Embætti forseta Íslands auglýsir nú eftir umsjónarmanni á Bessastöðum. Ætlast er til að umsjónarmaðurinn hafi búsetu á Bessastöðum.

Í auglýsingunni segir: „Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu og menntun sem nýtist í starfinu, færni í mannlegum samskiptum og gott vald á enskri tungu. Forsetaritari er yfirmaður starfsmannsins og er fyrirhugað starfshlutfall 100%. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og Stéttarfélags í almannaþjónustu (SFR).“

Þar segir einnig að ýmis reynsla geti komið umsækjendum til góða. „Ýmis reynsla getur nýst í starfinu og má í því sambandi nefna löggæslu, húsvörslu, öryggis-vörslu og akstur í atvinnuskyni. Miðað er við að hinn nýi starfsmaður taki til starfa við fyrstu hentugleika haustið 2014.“

Þeir sem hafa áhuga á starfinu geta rætt við Örnólf Thorsson forsetaritara. „Umsóknum skal skilað til embættis forseta Íslands, Sóleyjargötu 1, 101 Reykjavík, merktum â??Starfsumsókn?, ekki síðar en 10. september 2014. Einnig má senda þær rafrænt á netfangið umsokn@forseti.is.

Nánari upplýsingar um embætti forseta Íslands má finna á vefsetri þess, forseti.is.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×