Viðskipti innlent

Óska eftir upplýsingum um neytendavernd við afnám hafta

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Vilhjálmur Bjarnason er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Vilhjálmur Bjarnason er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Vísir
Hagsmunasamtök heimilanna hafa óskað eftir formlegu svari frá Seðlabankanum um það hvernig bankinn hyggst verja neytendur fyrir gengisfellingu og stökkbreyttum lánum þegar kemur til afnáms fjármagnshafta.

Samtökin segjast spyrja þessarar spurningar fyrir hönd sinna félagsmanna „og þeirra fjölmörgu sem eru skuldbundnir verðtryggðum neytendalánum á Íslandi.“

„Í hnotskurn er því spurt, hvaða aðgerðir standa nú fyrir dyrum hjá Seðlabankanum sem tryggja að fjárhagslegir erfiðleikar lánþega sem skuldbundnir eru verðtryggðum lánum endurtaki sig ekki?“ spyrja samtökin í fréttatilkynningu.

„Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði frá því að efnahagshrun varð á Íslandi, 2008. Nú hefur Seðlabankinn kynnt áætlun um afnám fjármagnshafta sem sett voru í kjölfar þessa efnahagsáfalls sem hafði víðtæk áhrif á samfélagið.“

Óska samtökin eftir ítarlegum upplýsingum um aðgerðir til þess að tryggja almannahagsmuni hvað þetta varðar við afnám fjármagnshafta.


Tengdar fréttir

Verðtryggingin ekki afnumin á þessu þingi

Þingmálalisti nýrrar ríkisstjórnar liggur enn ekki fyrir tíu dögum eftir að hún tók við og óvíst er hvenær hann verður tilbúinn. Forsætisráðherra segir að verðtryggingin verði ekki afnumin á þessu þingi.

Áhyggjur af lánum til ferðaþjónustunnar

Breyting á gengi krónunnar getur aukið útlánahættu bankanna vegna lána til ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan er orðin sú atvinnugrein sem bankarnir hafa lánað næstmest. Aðeins hefur meira verið lánað til sjávarútvegsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×