Erlent

Óska eftir friðargæsluliðum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vyacheslav Ponomaryov, yfirmaður aðskilnaðarsinna.
Vyacheslav Ponomaryov, yfirmaður aðskilnaðarsinna. vísir/afp
Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum, í austurhluta Úkraínu, hafa óskað eftir að fá rússneska friðargæsluliða til að koma á stöðugleika á svæðinu.

Yfirmaður aðskilnaðarsinna í borginni, Vyacheslav Ponomaryov, sagði í dag að komið hefði til skotbardaga við vegatálma í gærkvöld, og hafi þar þrír aðskilnaðarsinnar og einn árásarmaður fallið. Síðdegis í dag fór hann fram á að forseti Rússlands, Vladimír Pútín, sendi friðargæsluliða á svæðið. Ponomaryov og félagar hans vilja aukin tengsl við Rússland en afneita stjórnvöldum í Kænugarði.

Stjórnvöld í Rússlandi fordæma árásina og saka öfgaþjóðernissinna í Úkraínu um árásina og telur að atburðurinn sanni að stjórnin í Kænugarði standi ekki við gerða samninga um að ólögmætir hópar leggi niður vopn sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×