Innlent

Ósáttir við mætinguna: Mótmæltu ákærunum gegn Jóni Val og Pétri sem ver Jón Val

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mótmælendurnir spjölluðu við Jón Val á Lækjartorgi í morgun.
Mótmælendurnir spjölluðu við Jón Val á Lækjartorgi í morgun. Vísir
Tveir menn voru mættir fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur í ljósaskiptunum á morgun til að mótmæla ákærunum á hendur guðfræðingnum Jóni Val Jenssyni og útvarpsmanninum Pétri Gunnlaugssyni. Félagarnir eru ákærðir fyrir haturðsorðræðu annars vegar á bloggsíðu Jóns Vals og hins vegar í útvarpsþættinum „Línan er laus“.

Báðir neita sök í málinu en Jón Steinar Gunnlaugsson er verjandi Péturs í málinu. Pétur, sem er lögfræðimenntaður, stendur svo vaktina í máli Jóns Vals. Fjallað hefur verið um ákærur beggja á Vísi en Pétur er meðal annars ákærður fyrir ummæli sem innhringjandi á Útvarpi Sögu lét falla.

Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður og aðdáandi Útvarps Sögu, var mættur í miðbæ Reykjavíkur í morgun til að fylgjast með gangi mála og hinum skipulögðu mótmælum.

Helltu sér yfir Þórarinn

„Það voru mættir þarna heilir tveir menn,“ sagði Þórarinn sem fékk óblíðar móttöku frá öðrum þeirra, sem hélt á fána Þjóðfylkingarinnar, þegar hann áttaði sig á því hver Þórarinn væri. Það stafaði af gagnrýni sem Þórarinn lét falla um Þjóðfylkinguna í Harmageddon í kringum kosningar til Alþingis.

„Hann kannaðist við mig og hellti sér yfir mig,“ segir Þórarinn. Mennirnir hafi verið að styðja sína menn en tóku þó fram að þeir hefðu ekkert á móti samkynhneigðum. Jón Valur og Pétur eru ákærðir fyrir ummæli um hingsegin fræðlu í grunnskólum í Hafnarfirði.

Þórarinn segir þá félaga hafa verið nokkuð ósátta með mætinguna en þeir höfðu reiknað með því að fleiri mættu á svæðið og styddu sína menn, þá Jón Val og Pétur.


Tengdar fréttir

Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu

Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×