Innlent

Ósátt við innheimtu ríkisins

Freyr Bjarnason skrifar
Kostnaðurinn við sýnatökuna hefur hingað til verið greiddur af fjárlögum.
Kostnaðurinn við sýnatökuna hefur hingað til verið greiddur af fjárlögum.
Samband garðyrkjubænda og Sölufélag garðyrkjumanna leggjast sterklega gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar að innheimta gjald vegna sýnatöku við mælingar á varnarefnum í grænmeti. Segja þau að með því sé ríkið að setja nýjar álögur á innlenda framleiðslu á grænmeti.

Á vefsíðunni Gardyrkja.is kemur fram að kostnaðurinn hafi hingað til verið greiddur af fjárlögum en sýnatakan hafi verið framkvæmd frá árinu 1991. Um neytendaverð sé að ræða og því réttlátt að sú vernd sé greidd úr ríkissjóði.

„Gjaldið mun auka kostnað ræktenda en óhjákvæmilegt er að það mun valda hækkun á verði grænmetis sem aftur leiðir til hækkunar á verðlagsvísitölu. Þegar gjaldtakan nær hámarki, eftir 1-2 ár, er viðbótarkostnaður íslenskra framleiðenda 5-7 milljónir króna á ári,“ segir á vefsíðunni.

Þar kemur einnig fram að garðyrkjubændur hafi fagnað mælingunum á varnarefnunum í þágu neytenda og bættum tækjabúnaði sem hafi verið innleiddur við mælingarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×