Innlent

Ósammála um uppboð kvóta

Sveinn Arnarsson skrifar
Eva Baldursdóttir
Eva Baldursdóttir
Eva Baldursdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, gagnrýnir orð Páls Vals Björnssonar í Fréttablaðinu í gær þess efnis að huga ætti að uppboði strand- og byggðakvóta. Segir hún þarna kristallast muninn á Samfylkingu og Bjartri framtíð.

Páll Valur segir það hugsanlega skynsamlega lausn til að efla byggðirnar með því að veita fénu sem fæst úr uppboðinu aftur í heimabyggð. „Eina leiðin til að tryggja að þjóðin fái sanngjarnan hlut í arði af fiskveiðum er að bjóða út kvótann,“ segir Eva. „Það er ekki nóg líkt og Páll Valur segir að til greina komi að bjóða út byggða- og strandveiðikvóta sem er eini byggðastuðningurinn í núverandi kerfi.“

Að mati Evu á markaðurinn að ráða för með verðmyndun kvóta. „Ný ríkisstjórn á að hafa það á dagskrá sinni að innkalla aflaheimildar og bjóða þær út. Það má gera yfir langan tíma. Tökum ákvarðanirnar um sanngjarnt gjald til þjóðarinnar úr höndum stjórnmálamanna og látum það ráðast á markaði,“ bætir Eva við.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×