Íslenski boltinn

Örvfættur Búlgari til liðs við Víkinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Todor Hristov.
Todor Hristov.
Nýliðar Víkinga halda áfram að styrkja sig en það kemur fram á heimasíðu Víkinga í kvöld að félagið hafi samið við Todor Hristov frá Búlgaríu um að hann leiki með liðinu í Pepsi deildinni í sumar.

Hristov er 26 ára gamall örvfættur miðjumaður. Hann á að baki leiki fyrir lið eins og Lokomotiv Sofia, Levski Sofia og Beroe Stara Zagora í efstu deild í Búlgaríu.

Hristov leikur eins og er með Akademik Svishtov í heimalandinu og kemur til Víkings í byrjun maí.

Hristov er fjórði nýi erlendi leikmaður Víkingsliðsins en áður höfðu Víkingar samið við Skotana Harry Monaghan og Alan Loving og þá gekk Serbinn Vladimir Vujovic einnig til liðs við Fossvogsliðið á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×