MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ NÝJAST 21:59

Heimir: Smá hroki í ţeirra uppstillingu

SPORT

Öruggur sigur Jakobs

 
Körfubolti
19:48 23. FEBRÚAR 2016
Jakob í leik međ íslenska landsliđinu.
Jakob í leik međ íslenska landsliđinu. VÍSIR

Jakob Örn Sigurðarson skoraði sextán stig og var næstmarkahæstur í liði Borås sem vann öruggan sigur á KFUM Nässjo í sænska körfuboltanum í kvöld, 82-65.

Borås var með sjö stiga forystu í hálfleik og gerði svo út um leikinn með góðum síðari hálfleik en Jakob og félagar náðu að halda Nässjo í aðeins 27 stigum allan seinni hálfleikinn.

Jakob lék í rúmar 27 mínútur og var með fjögur fráköst, eina stoðsendingu og einn tapaðan bolta.

Borås er í fjórða sæti sænsku deildarinnar með 34 stig, tíu stigum á eftir toppliði Södertälje.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Öruggur sigur Jakobs
Fara efst