SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 16:45

Bjarki međ sex mörk í öruggum sigri

SPORT

Öruggur sigur hjá Patreki og lćrisveinum

 
Handbolti
21:45 09. JANÚAR 2016
Patrekur hinn rólegasti međan lćrisveinar hans bíđa átekta.
Patrekur hinn rólegasti međan lćrisveinar hans bíđa átekta. VÍSIR/AFP
Anton Ingi Leifsson skrifar

Austurríki lenti í engum vandræðum með Ítalíu í undankeppni HM 2017, en lokatölur urðu ellefu marka sigur Austurríki, 30-19. Þetta er í annað skiptið á fjórum dögum sem Austurríki skellir Ítalíu.

Liðin mættust á miðvikudaginn á Ítalíu og þá vann Austurríki þrettán marka sigur, 40-27 eftir að staðan hafi verið 15-9 í hálfleik. Með sigrinum í kvöld eru þeir komnir langleiðina í umspil um laust sæti á HM í Frakklandi.

Patrekur Jóhannesson er þjálfari austurríska landsliðsins, en þetta er fjórði sigur liðsins í riðlinum. Þeir eru með átta stig eftir fjóra leiki, en Rúmenar koma næstir með fjögur stig. Þeir eiga þó leik til góða gegn Finnum á morgun.

Patrekur og lærisveinar eiga eftir að spila gegn Rúmeníu og Finnum, en þeir unnu bæði þessi lið í fyrri leikjum sínum. Einn sigur í viðbót ætti að duga þeim til að koma sér í umspilið - kannski engin sigur ef önnur úrslit falla með þeim, en síðustu umferðirnar verða leiknar síðar í þessum mánuði.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Öruggur sigur hjá Patreki og lćrisveinum
Fara efst