LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ NÝJAST 09:00

Falleg hátíđ fyrir fallegt fólk

LÍFIĐ

Öruggur sigur hjá Patreki og lćrisveinum

 
Handbolti
21:45 09. JANÚAR 2016
Patrekur hinn rólegasti međan lćrisveinar hans bíđa átekta.
Patrekur hinn rólegasti međan lćrisveinar hans bíđa átekta. VÍSIR/AFP
Anton Ingi Leifsson skrifar

Austurríki lenti í engum vandræðum með Ítalíu í undankeppni HM 2017, en lokatölur urðu ellefu marka sigur Austurríki, 30-19. Þetta er í annað skiptið á fjórum dögum sem Austurríki skellir Ítalíu.

Liðin mættust á miðvikudaginn á Ítalíu og þá vann Austurríki þrettán marka sigur, 40-27 eftir að staðan hafi verið 15-9 í hálfleik. Með sigrinum í kvöld eru þeir komnir langleiðina í umspil um laust sæti á HM í Frakklandi.

Patrekur Jóhannesson er þjálfari austurríska landsliðsins, en þetta er fjórði sigur liðsins í riðlinum. Þeir eru með átta stig eftir fjóra leiki, en Rúmenar koma næstir með fjögur stig. Þeir eiga þó leik til góða gegn Finnum á morgun.

Patrekur og lærisveinar eiga eftir að spila gegn Rúmeníu og Finnum, en þeir unnu bæði þessi lið í fyrri leikjum sínum. Einn sigur í viðbót ætti að duga þeim til að koma sér í umspilið - kannski engin sigur ef önnur úrslit falla með þeim, en síðustu umferðirnar verða leiknar síðar í þessum mánuði.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Öruggur sigur hjá Patreki og lćrisveinum
Fara efst