FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 21:45

Barist í Liverpool á morgun

SPORT

Öruggt hjá Val og Grindavík | Myndir

 
Körfubolti
22:49 27. JANÚAR 2016

Þrír leikir fóru fram í Domino's-deild kvenna í kvöld en Haukar jöfnuðu Snæfellinga að stigum með öruggum sigri á Keflavík, eins og fjallað var um fyrr í kvöld.

Grindavík og Valur unnu einnig sigra í sínum leikjum í kvöld. Grindavík hafði betur gegn Stjörnunni í Ásgarði þar sem Whitney Frazier skoraði 30 stig fyrir Grindvíkinga. Adrienne Godbold skoraði 22 stig fyrir nýliða Stjörnunnar.

Valskonur lentu ekki í vandræðu með botnlið Hamars og unnu öruggan sigur, 83-47. Hvergerðingar gáfu verulega eftir í síðari hálfleik og skoruðu aðeins eitt stig í fjórða leikhluta.

Karisma Chapman skoraði 21 stig fyrir Val en stigahæst hjá Hamri var Íris Ásgeirsdóttir með sextán stig.

Anton Brink, ljósmyndari 365, fór í Ásgarð í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.

Valur, Keflavík og Grindavík eru öll með sextán stig í 3.-5. sæti deildarinnar en Stjarnan kemur svo með sex stig og Hamar 2. Snæfell og Haukar eru efst með 26 stig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Öruggt hjá Val og Grindavík | Myndir
Fara efst