MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 10:30

Ólafía Ţórunn upp um meira hundrađ sćti á heimslistanum

SPORT

Öruggt hjá Val og Grindavík | Myndir

 
Körfubolti
22:49 27. JANÚAR 2016

Þrír leikir fóru fram í Domino's-deild kvenna í kvöld en Haukar jöfnuðu Snæfellinga að stigum með öruggum sigri á Keflavík, eins og fjallað var um fyrr í kvöld.

Grindavík og Valur unnu einnig sigra í sínum leikjum í kvöld. Grindavík hafði betur gegn Stjörnunni í Ásgarði þar sem Whitney Frazier skoraði 30 stig fyrir Grindvíkinga. Adrienne Godbold skoraði 22 stig fyrir nýliða Stjörnunnar.

Valskonur lentu ekki í vandræðu með botnlið Hamars og unnu öruggan sigur, 83-47. Hvergerðingar gáfu verulega eftir í síðari hálfleik og skoruðu aðeins eitt stig í fjórða leikhluta.

Karisma Chapman skoraði 21 stig fyrir Val en stigahæst hjá Hamri var Íris Ásgeirsdóttir með sextán stig.

Anton Brink, ljósmyndari 365, fór í Ásgarð í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.

Valur, Keflavík og Grindavík eru öll með sextán stig í 3.-5. sæti deildarinnar en Stjarnan kemur svo með sex stig og Hamar 2. Snæfell og Haukar eru efst með 26 stig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Öruggt hjá Val og Grindavík | Myndir
Fara efst