Enski boltinn

Öruggt hjá Newcastle | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Remy Cabella fagnar marki sínu.
Remy Cabella fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Newcastle átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Hull City að velli á KC Stadium í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 0-3, Newcastle í vil.

Þetta var fyrsti sigur Newcastle undir stjórn Johns Carver en hann tók við liðinu af Alan Pardew sem er nú við stjórnvölinn hjá Crystal Palace.

Rémy Cabella kom Newcastle yfir á 40. mínútu með góðu skoti. Fimm mínútum síðar virtist Ahmed Elmohamady hafa jafnað metin eftir aukaspyrnu Gaston Ramírez.

Phil Dowd dæmdi markið hins vegar af en í endursýningu kom í ljós að egypski leikmaðurinn sló boltann í netið. Atvikið má sjá hér að neðan sem og mörkin í leiknum.

Sammy Ameobi kom Newcastle í 0-2 á 50. mínútu og tólf mínútum fyrir leikslok gulltryggði Yoan Guffran sigurinn með sínu öðru marki í vetur.

Newcastle er í 10. sæti deildarinnar með 30 stig en Hull er í tómum vandræðum í 18. sætinu. Tígarnir hafa aðeins unnið fjóra deildarleiki á tímabilinu og ljóst er að Steve Bruce situr í heitu sæti.

Hull 0-1 Newcastle Hull 0-2 Newcastle Hull 0-3 Newcastle Hendin hjá Elmohamady



Fleiri fréttir

Sjá meira


×